Leiðandi fasteignakerfi.

Allt sem fasteignasalar þurfa, frá A-Ö.

Vertu sýnilegri

HomeEd birtir allar þær eignir sem þín fasteignasala er með til sölu á skýran og þægilegan hátt á stærstu fasteignavefjum landsins. Allar viðbættar upplýsingar, myndir og viðhengi í HomeEd uppfærast sjálfkrafa yfir á söluvefina.

Einfaldaðu vinnuna

HomeEd aðstoðar þig við að búa til öll þau skjöl, samninga og tilboð útfrá þeim forsendum sem þú gefur. Ekki nóg með það, heldur bendir kerfið sjálfkrafa á ef mistök hafa verið gerð og einhverjar tölur stemma ekki, sem tryggir vandaðri vinnubrögð.

Haltu utan um dagskrána

Í HomeEd dagatalið færast sjálfkrafa inn allir þeir fundir, frestir og opin hús sem fasteignasalan þín er með, svo þú hefur fullkomna yfirsýn yfir allt sem er á döfinni á einum stað.

Skýrt flæði

Mesta vinna fasteignasala hefst þegar kauptilboð hafa verið samþykkt. Haltu vel utan um öll þau útistandandi verkefni sem bíða þín og þinna fasteignasala með vönduðum og skýrum gátlista.

Hámarkaðu afköstin

HomeEd býður upp á ítarlegar skýrslur á augabragði með gagnlegri tölfræði á borð við fjölda samþykktra og ósamþykktra tilboða og hve margir hafa skoðað söluyfirlit, svo þú getir séð hvað þarf að bæta svo fasteignasalan þín blómstri.

Ekki takmarka þig

HomeEd er í boði bæði á íslensku og ensku og er einnig eina fasteignasölukerfið á landinu sem býður upp á að útbúa kaupsamninga, kauptilboð og söluyfirlit á ensku.

Ánægðir viðskiptavinir í 6 ár!

Lestu vitnisburð nokkurra ánægðra notenda HomeEd.

Við höfum notað HomeEd frá því kerfið kom á markað og verið ánægð með þjónustuna og virkni kerfisins. Það er einfalt í notkun og hefur sparað okkur mikinn tíma og fjármuni.

HomeEd er þægilegasta fasteignakerfi sem ég hef unnið með. Þar er allt á einum stað og mjög auðvelt að finna þá hluti sem maður þarf á að halda. Dagatalið heldur einnig afar vel utan um mína dagskrá, s.s. fundi, skoðanir, kaupsamninga o.s.frv. svo ekkert fari framhjá mér. Allt utanumhald í skjalagerðinni er sömuleiðis einkar þægilegt og aðgengilegt í HomeEd....Lesa nánar

Við á Domusnova höfum notast við HomeEd í nokkur ár og erum virkilega ánægð með virkni þess og stöðuga þróun til að tryggja sem best öll vinnubrögð og öryggi í fasteignaviðskiptum.

Hlaða Fleiri umsagnir

Hefurðu áhuga á að vita meira?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um HomeEd.

Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.

Hafðu samband

Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.