Öflugt vefumsjónarkerfi í 21 ár

Gerðu vefinn þinn að veruleika.

Aðgengilegt og auðvelt

Jafnvel þó WebEd sé afar fjölhæft og yfirgripsmikið vefumsjónarkerfi hentar einfalt viðmótið bæði nýgræðingum og reynsluboltum.

Netverslun innifalin

Það að opna netverslun er leikur einn með WebEd. Kerfið leiðir þig áfram, skref fyrir skref, og eftir það er auðvelt að breyta, bæta, reka og viðhalda versluninni.

Viðbótareiningar fyrir öll tilefni

Svo að þú getir gert vefinn þinn eftir þínu höfði, býður WebEd upp á hvorki meira né minna en 20 sérhannaðar viðbótareiningar sem auðvelt er að bæta við vefinn.

Viðbótareiningar fyrir öll tilefni

Svo að þú getir gert vefinn þinn eftir þínu höfði, býður WebEd upp á hvorki meira né minna en 20 sérhannaðar viðbótareiningar sem auðvelt er að bæta við vefinn.

NewsEd
Fréttaeining
Fréttakerfi þar sem auðvelt er að uppfæra fréttir eða upplýsingar. Hægt er að tíma- og staðsetja fréttir að vild.
DocEd
Skráaeining
Tilvalin til að halda utan um skjöl svo sem Word, Excel, PDF, tónlist eða myndbönd.
ArticleEd
Greinaeining
Ítarlegri útgáfa af NewsEd fyrir lengri og viðameiri greinar. Býður upp á fleiri notkunarmöguleika mynda svo eitthvað sé nefnt.
EmployeeEd
Starfsmannaeining
Hér má setja inn og finna upplýsingar um starfsfólk fyrirtækisins, skipt niður eftir deildum, sviðum eða útibúum, eftir því sem við á.
MailEd
Póstlistaeining
Heldur utan um viðskiptavini og notendur sem skrá sig á póstlista.
ForumEd
Umræðueining
Býr til spjallborð þar sem notendur geta talað sín á milli og skipst á skoðunum. Í kerfinu er hægt búa til eins marga umræðuhópa og vefstjóri kýs.
FaqEd
Spurt og svarað
Birtir lista af algengum spurningum og svörum. Fyrirtæki geta sett spurningar og svör beint inn á vefsíðu eða haldið utan um spurningar netverja til skoðunar fyrir vefstjóra.
CalendarEd
Dagatalseining
Atburðaskrá sem sett er fram á dagatalsformi. Með því að smella á einstaka daga innan dagatalsins fá netverjar upp atburð þess dags og upplýsingar tengdar honum.
SurveyEd
Könnunareining
Auðvelt er að búa til skoðanakannanir eða kosningar á vef þar sem netverjar geta tekið þátt og séð niðurstöðurnar um leið.
AdEd
Auglýsingaeining
Stýrir auglýsingum á vef fyrirtækis. Auglýsingaeiningin er afar einföld í notkun og getur nýst öllum sem leggja áherslu á auglýsingatekjur af vefnum.
LiveEd
LiveEdit
Ekki þarf sérkunnáttu til að halda utan um vefinn í dag. Með LiveEd getur þú séð vefinn eins og óbreyttur notandi og breytt honum í því viðmóti.
SecurityEd
Öryggiseining
Gerir vefstjóra kleift að læsa stökum eða öllum síðum vefs, annað hvort með aðgangsorði eða ekki.
AnalyticsEd
Teljaraeining
Mikilvægt tól til að fylgjast með umferð um vefinn og sjá t.d. hve margir koma inn á hann, hvaðan þeir koma, hvað þeir gera og hvert þeir fara.
WebEd
Lorem
Tilvalin til að halda utan um skjöl svo sem Word, Excel, Acrobat PDF, tónlist eða myndbönd.
SearchEd
Leitareining
Þægileg og ítarleg leitarvél þar sem notandi getur leitað að ákveðnum leitarorðum á öllum síðum vefsins.
TemplateEd
Sniðmátseining
Sniðmátseiningin heldur utan um eiginlegt útlit vefsins. Hægt er að breyta útliti eða bæta við nýju stílsniði með lágmarks HTML kunnáttu.
HelpEd
Hjálpareining
Hjálpareiningin sér til þess að notandinn skilji fyrir hvað reitirnir eru og hvað þeir gera.
EstateEd
Fasteignaeining
Fasteignaeiningin getur sótt fasteignir fyrir ákveðna fasteignasölu eða fleiri og birt þær. Möguleiki er að hafa leitarvélina innbyggða.
LocaleEd
Tungumálaeining
Tungumálaeiningin gerir það að verkum að auðvelt er að bæta við fleiri tungumálum við vefinn.
LinkEd
Tenglaeining
Heldur utan um tenglasöfn og birtir þau á vefnum, með möguleika á að láta þau opnast í nýjum glugga.
ImageEd
Myndaeining
Myndabanki þar sem notandi þarf aðeins að hlaða myndunum inn. Kerfið finnur sjálfkrafa bestu upplausn miðað við stærð.

Ánægðir viðskiptavinir í 21 ár!

Sjáðu hvað notendur WebEd vefumsjónarkerfisins hafa að segja:

Hlaða Fleiri umsagnir

Hefurðu áhuga á að vita meira?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um WebEd.

Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.

Hafðu samband

Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.