Persónuvernd

Persónuvernd er okkur hjá Think Software afar mikilvæg og skiptir það okkur miklu máli að þínar persónuupplýsingar séu öruggar og aðgengilegar.

Hugtakið „persónuupplýsingar“ nær til hvers konar upplýsinga sem tengja má með einhverjum hætti við ákveðinn einstakling, s.s. nafn, kennitala, notendanafn, símanúmer, tölvupóstfang, staðsetningargögn, ljósmynd o.s.frv.

Heimsókn þín á vefsíðu Think Software, IP-tala þín, dagsetning, tími, tegund vafra og stýrikerfi tölvunnar er skráð, sem og hver þau gögn þú gefur upp að eigin frumkvæði, t.a.m. skráningu fyrirspurnareyðublaðs. Þessi gögn eru einungis notuð til að bæta skilvirkni og aðgengi heimasíðu okkar og til þess að tryggja að þjónusta Think Software sé löguð að þínum þörfum.

Taka skal fram að ef þriðji aðili óskar eftir ákveðnum gögnum, s.s. hreyfingarlista, þá þarf sú beiðni að koma frá eða vera formlega samþykkt af verkkaupa, annars er slíkum upplýsingum aldrei miðlað til þriðja aðila. Öryggi persónuupplýsinga þinna er okkur gríðarlega mikilvægt og höfum við gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að gögnin þín sem okkur er látið í té með skráningu þeirra, séu vel varin.

Meðal þeirra ráðstafana eru t.a.m. aðskildir netþjónar í þremur löndum, daglegar öryggisafritanir á vefþjóna í tveimur öðrum löndum, strangar kröfur varðandi aðgengi netþjóna og kóða, DDOS eldveggur, o.fl.

Í ákveðnum tilvikum hefur þú neðangreind réttindi samkvæmt persónuverndarlögum:

-Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum

-Réttur til leiðréttingar á persónuupplýsingum

-Réttur til eyðingar á persónuupplýsingum

-Réttur til að andmæla eða takmarka vinnslu

-Réttur til flutnings persónuupplýsinga

-Réttur til að draga til baka samþykki

-Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd

Tekið skal fram að réttur til eyðingar er ekki fortakslaus og getur Think Software t.d. hafnað beiðni um eyðingu persónuupplýsinga þegar lög kveða á um ákveðin varðveislutíma upplýsinga.

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir getur þú haft samband við Think Software á netfangið info[hjá]thinksoftware.is.